Friday, November 4, 2011

4 daga helgi-Halloween-Ikea-AFS

Buena sera! Allt gott að frétta héðan, þetta er búin að vera góð vika, aðalega afþví að frí í skólanum í 4 daga, sunnudaginn-því þá er alltaf frí, mánudaginn-Halloween, þriðjudaginn-ekki hugmynd, miðvikudaginn-dagur hinna dauðu eða eitthvað svoleiðis. Þetta var allavegana mjög góð tilbreyting frá eins daga helgi.
Halloween á Ítalíu er frekar ný hefð og það er ekki gert eins mikið mál úr henni hérna og í Ameríku en krakkar hérna fara samt í búninga og labba á milli húsa og fá nammi og unglingarnir fara á djammið, það er samt ekki hefð hjá unglingunum að fara í búninga þannig þetta er bara eins og venjulegt djamm. Ég fór með Elisu og vinum hennar á einhvern troðfullann skemmtistað með DJ sem nauðgaði technolögum, en það var samt gaman.
Á þriðjudaginn fór ég svo í Ikea með ,,mömmu''(já það er Ikea í Ancona) og þá leið mér eins og ég væri komin heim í smá stund og svo þegar ég fattaði að ég væri ekki komin heim í alvöru þá fékk ég smá sona ,,ég væri alveg til í að fara heim'' tilfinningu og það ekki beinnt þegar ég rakst á lítið jólatré í einni Ikea stöfunni. En eftir sona hálftíma þá fór þessi tilfinning og þá var gaman aftur. Stundum eru tilfinningarnar sona eins og rússíbani, stundum er rosa gaman en svo verður allt í einu ekki svo gaman, en síðan verður aftur rosa gaman.
Um daginn var svo einhver kynningarfundur fyrir AFS í Ancona og ég, Gabriel og Oguz(hinir skiptinemarnir í Ancona) þurftum auðvitað að mæta en það eina sem við þurftum að gera var að sitja þarna í klukkutíma, fara síðan uppá svið í 1 mínótu meðan einn af sjálfboðaliðunum kynnti okkur fyrir fólinu og svo setjast aftur. Eftir kynninguna fórum við svo út að borða með trúnaðarfólkinu okkar(sem eru öll sjálfboðaliðar fyrir AFS) og 2 öðrum sjálfboðaliðum. Einn af sjálfboðaliðunum hafði verið skiptinemi í Noregi fyrir nokkrum árum þannig við gátum talað saman á norsku/dönsku, það var gaman að geta talað við einhvern á tungumáli sem enginn annar í kring skyldi, hef ekki getað gert það síðan komnámskeiðið í Róm var og ég var ennþá með Íslensku stelpunum.
En nenni ekki að skrifa meira núna, reyni að muna að gera annað fljótlega. Ciao!

                                           Ég, Silvia og Gabriel
                                          Oguz, Silvia og Dafne

No comments:

Post a Comment